Skilmálar Jolene

Skilafrestur og endurgreiðsla
Viðskiptavinir hafa 14 daga frá því að varan er keypt til að skila vörunni. Vörunni þarf að skila í upprunalegum umbúðum og kvittun þarf að fylgja. Ef varan er innsigluð má innsiglið ekki vera rofið. Ef framangreind skilyrði eru uppfyllt og varan er móttekin er endurgreiðsla framkvæmd. Flutningsgjöld eru ekki endurgreidd. Vara fæst ekki skilað né endurgreidd ef um útsöluvöru er að ræða. 
Hægt er að velja um greiðsluleið í gegnum Borgun þar sem tekið er við bæði kredit- og debitkortum. Einnig er hægt að velja um að greiða með millifærslu.  Athugið ef að valin er millifærsla þarf greiðsla að berast innan við sólahring frá pöntun annars áskiljum við okkur rétt að fella pöntunina niður.
Bankaupplýsingar: 0133-26-000527 Kt. 690720-0940
Ef það eru nánari spurningar vinsamlegast sendið á jolenereykjavik@gmail.com


Trúnaður
Verslunin Jolene heitir öllum kaupendum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupendur gefa upp í tengslum við viðskiptin. Engar upplýsingar verða afhentar þriðja aðila. Upplýsingar úr kerfi verslunarinnar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Viðskiptavinir vefverslunarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.


Almennt
Jolene verslun áskilur sér rétt að hætta við pantanir vegna rangra upplýsinga um vöru. Einnig áskilur verslunin að breyta verðum og eða hætta að bjóða vörutegundir án fyrirvara. 
 
Verð
Öll verð sem birtast á heimasíðunni geta breyst án fyrirvara.
 
Skattar og gjöld
Öll verð sem gefin eru upp eru með VSK og allir reikningar eru gefnir út með VSK.
 
Afhending/Heimsending/Flutningur
Allar pantanir eru afgreiddar á 1-3 virkum dögum.  Hægt er að velja um að sækja pantanir í verslun Jolene, Síðumúla 25, fá sent á næsta Dropp áfangastað eða fá sent heim að dyrum.  Valkostir eru valdir samhliða greiðslu.  Þjónustuaðili er Dropp (www.dropp.is)  og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Dropp um afhendingu vörunnar.  
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög.  Komi  upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslunni Jolene ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.  
 
Jolene ehf.
Síðumúli 25
108 Reykjavík
Sími: 862-8383

Kt:690720-0940