Skilmálar Jolene
Skilafrestur og endurgreiðsla
Viðskiptavinir hafa 14 daga frá því að vara er keypt til þess að skila vöru. Vörunni skal þá skilað í upprunalegum umbúðum og kvittun þarf ávallt að fylgja með. Ef varan er innsigluð skal innsiglið ekki vera rofið.
Ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og varan er móttekin skal endurgreiðsla vera framkvæmd. Flutningsgjöld eru ekki endurgreidd.
Útsöluvöru fæst hvorki skilað né skipt.
Þegar pöntun er skilað í pósti skal hún berast til:
Jolene Ehf
Fagrakinn 30
220 Hafnarfjörður
Jolene áskilur sér rétt til að breyta verði fyrirvaralaust.
Öll verð sem gefin eru upp eru með VSK og allir reikningar eru gefnir út með VSK.
Afhending
Allar pantanir eru afgreiddar á 1-3 virkum dögum.
Ef pöntun þín er send með Póstinum fer hún í póst næsta virka dag og er afhendingartími að jafnaði 2-3 virkir dagar eftir að pöntun hefur borist og greiðsla átt sér stað.
Sendingar
Þegar viðskiptavinur hefur lagt inn pöntun er sendur staðfestingartölvupóstur. Þegar pöntunin er orðin klár er sendingarnúmer einnig sent.
Ef svo óheppilega vildi til að pöntunin eða hluti af pöntuninni er uppseld þá áskilur Jolene sér rétt til þess að senda þær vörur sem til eru og endurgreiða þær vörur sem eru uppseldar og lætur viðskiptavininn að sjálfsögðu vita.
Sendingarkostnaður bætist ávallt við pöntun áður en að greiðsla fer fram.
Gallar
Ef svo óheppilega vill til að vara reynist gölluð skal viðskiptavinur hafa samband við Jolene innan við tveimur mánuðum frá uppgötvun gallans. Senda skal tölvupóst á jolene@jolene.is með myndum og lýsingu á gallanum.
Trúnaður
Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila.