Skip to main content

Brow & Lash Lift

Námskeiðið er ein kvöldstund, kennt er bæði Brow lamination og Lash Lift.

Nemendur mæta kl.17 og stendur námskeiðið yfir í amk. 3 klukkustundir.

Í byrjun námskeiðsins er farið yfir allt sem viðkemur þessum tveim snyrtimeðferðum. Farið er ítarlega í framkvæmd þeirra ásamt því að fara vel yfir vörurnar sem fylgja með og eru notaðar. En innifalið í þessu námskeiði eru vörur frá Lush Lash.

Því næst er sýnikennsla á Brow lamination og Lash lift  á módeli.

Nemendur setja upp sýna vinnuaðstöðu og módelin þeirra mæta kl. 19:00.

Að loknu námskeiði fá nemendur viðurkenningu. Nemendum er svo frjálst að mæta í vikunni á eftir og nýta sér aðstöðuna upp í Jolene og fá leiðsögn kennara ef þeir óska þess sér að kostnaðarlausu. Einnig geta þeir alltaf sent kennurum spurningar sem kunna að koma upp í gegnum instagram Jolene.

 

Námskeiðið kostar 99.900kr. og er innifalið í námskeiðinu bók um Brow lamination og Lash Lift ásamt veglegum vörum frá Lush Lash.

Námskeiðið er hægt að fá niðurgreitt frá flestum stéttarfélögum og einnig er hægt að greiða með netgíro eða pei.

Við skráningu þarf að millifæra inn á reikning 0133-26-000527, kt: 690720-0940 og senda staðfestingu á Jolene@jolene.is