Skip to main content

Classic & Volume Augnháralengingar

 
Dagur 1 (17:00-21:00) - Bókleg kennsla, sýnikennsla og æfing.
Farið er yfir bókina Augnháralengingar sem nemendur fá á námskeiðinu en þar kemur skýrt fram allt sem viðkemur augnhárum, hreinlæti, ásetningu, refill og fjarlægingu. Við kennum nemendum okkar allt það sem þarf að kunna til að geta hafið störf og starfað sem sérfræðingar í augnháralengingum
Þeir fá veglegan vörupakka frá London Lash Pro en hann er innifalinn í námskeiðinu. Í honum eru allar þær vörur sem nemendur þurfa að eiga til að geta byrjað og starfað sjálfstætt. Þegar bóklega hlutanum er lokið æfa nemendur sig með verklegum æfingum.
Dagur 2 (10:00-16:00) - Sýnikennsla Classic og verkleg æfing á módelum
Nemendur mæta kl.10 og kennari sýnir ásetningu á Classic augnhárum á módeli.
Nemendur setja hver og einn upp sína vinnuaðstöðu og módel mæta kl.11.
Dagur 3 (10:00-16:00) - Sýnikennsla Volume og verkleg æfing á módelum
Nemendur mæta kl. 10 og kennari sýnir ásetningu á Volume augnhárum á módeli. Því næst fá nemendur að æfa sig í því að handgera volume augnháravængi.
Nemendur setja hver og einn upp sína vinnuaðstöðu og módel mæta kl.12.
Að lokum fá nemendur viðurkenningu sem staðfestir að þeir hafi lokið augnháranámskeiði hjá Jolene.
Í framhaldi er nemendum frjálst að koma í vikunni á eftir og nýta sér aðstöðuna hjá okkur í Jolene. Þeir geta mætt þangað með módel með sér og æft sig, kennari verður á staðnum þeim til aðstoðar og að kostnaðarlausu.
Þeir geta svo alltaf ráðfært sig við kennara með því að senda þeim skilaboð á Jolene instagram komi upp spurningar eða vandamál.
Námskeiðið kostar 199.900kr. og fylgir bók um allt sem viðkemur augnháralengingum ásamt veglegum vörupakka frá London Lash Pro.
Námskeiðið er hægt að fá endurgreitt að hluta frá flestum stéttarfélögum.
Við skráningu þarf að greiða 50.000kr. staðfestingargjald sem dregst svo frá heildarverðinu en það fæst ekki endurgreitt.
Leggja þarf þá inn á reikning: 0133-26-000527, kt: 690720-0940 og senda staðfestingu á Jolene@jolene.is
Einnig er hægt að greiða með pei eða netgíro.